2019 
Bookwork: Conversations of Diaries / work on progress




Samtal dagbókanna er fyrsta útgáfa bókverksins eftir Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur.

Verkið er unnið upp úr dagbókum og ljósmyndum frá gönguferðalögum hennar ásamt föður sínum á Jakobsveginnn. Ólíkar ástæður draga þau sífellt aftur á veginn en margt má finna sameiginlegt þegar dagbækur þeirra eru opnaðar. Baráttan við óttann, leitin að sáttinni og frið í annasömu lífi. Svanhildur leitast eftir svörum við spurningum lífsins í skrifum föður síns og bindur samtöl þeirra í myndmáli. Lífið er einfalt og fátt annað að hugsa um en að fylgja gulu örvunum. Hvaða hugsanir standa þá eftir þegar dag-legt amstur er annars vegar og þögninni tekst að vinda ofan af suðinu?

Samtal dagbókanna er unnið úr skrifum og ljósmyndum frá árunum 2016 til 2019.